05.11.2021 16:45Mikið að gera i Slippnum á Akureyri
Næg verkefni eru hjá Slippnum á Akureyri um þessar mundir og þar ber hæðst að verið er að skipta um kælimiðla um borð i Hrafni Sveinbjarnarssyni Gk 255 og Arnari HU 1 verður skipinu siglt í slipp hjá Slippnum á Akureyri, þar verður stærsta verkefnið að skipta um frystikerfi þar sem núverandi kerfi og kælimiðill verða fjarlægð og nýtt kerfi með umhverfisvænni kælimiðli sett í staðinn,og verður sett Ammoniak i bæði skipinn staðinn fyrir Freon sem að hefur verið bannað það verkefni er unnið í samstarfi við Kælismiðjuna FROST sem hefur séð um hönnun og samsetningu kerfisins. Einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum, farið verði í viðhald á skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum. Einhver endurnýjun verður á búnaði og má til dæmis nefna að nýr M500 hausari frá Vélfag mun senda í land roskinn Baader hausara sem hefur þjónað okkur dyggilega síðustu ár. segir á heimasiðu Fisk Skrifað af Þorgeir 05.11.2021 14:53Gert Klárt fyrir Loðnuvertið á Neskaupstað
Bjarni Ólafsson AK liggur í Norðfjarðarhöfn og þar er verið að gera skipið klárt fyrir loðnuvertíð. Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að vinnan gangi vel og menn séu spenntir að halda til veiða. „Ég geri ráð fyrir að við siglum suður til Reykjavíkur á morgun en loðnunótin er þar. Nótin verður væntanlega tekin um borð á mánudagsmorguninn og síðan verður haldið rakleiðis til veiða úti fyrir Norðurlandinu. Það skiptir máli að hefja veiðar sem fyrst ef allur sá kvóti sem úthlutað hefur verið á að nást. Menn verða að halda mjög vel á spilunum til að ná kvótanum og nauðsynlegt verður að veiða drjúgan hluta hans fyrir áramót. Stóra spurningin í þessu öllu saman er veðrið. Það viðrar oft ekkert sérstaklega vel þarna fyrir norðan á þessum árstíma og veðurútlitið fyrir næstu viku er ekki gott. Menn verða hins vegar að vera á staðnum og grípa tækifærin í veðurgluggum þegar þau gefast. Það veiðist ekkert ef menn eru ekki til staðar. Þetta mun allt koma í ljós og það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn,“ segir Runólfur. Danska uppsjávarskipið Ísafold mun koma á loðnumiðin norður af landinu síðar í dag en það má einungis veiða í grænlenskri lögsögu.
Skrifað af Þorgeir 05.11.2021 12:05Rókur FD 1205 og Lerkur FD 1206Færeyskur togaranir Rókur FD1205 og Lerkur FD1206 komu til Akureyrar i morgun og er erindi þeirra hér að endurnýja vinnslubúnað á millidekki i samstarfi við slippinn Akureyri og mun verkið að öllum likindum hefjast innan skamms Skipin eru i eigu Dótturfélags Samherja i Færeyjum
Skrifað af Þorgeir 04.11.2021 22:19Töluvert að sjá í Kolluálnum2865 Barði Nk 120 við bryggju i Neskaupstað i morgun 4 nóvember mynd Smári Geirsson Barði NK kom í morgun með fyrsta farminn af íslenskri sumargotssíld til Neskaupstaðar á nýbyrjaðri vertíð. Afli skipsins var 1.320 tonn og fer hann til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Atli Rúnar Eysteinsson skipstjóri er bjartsýnn á vertíðina. „Þessi vertíð byrjar vel. Við fengum aflann í fimm holum í Kolluálnum og afli í hverju holi var 150-400 tonn. Það var dregið í 3-6 tíma. Hér er um að ræða fína millisíld og sýkingin sem hrjáð hefur þennan stofn undanfarin ár er ekki sjáanleg núna. Það var töluvert af síld að sjá þegar við yfirgáfum miðin þannig að þetta lítur bara býsna vel út,“ segir Atli Rúnar. Síldarvinnsluskipin Börkur og Beitir héldu til síldveiða vestur fyrir land í gærkvöldi. Munu þau hafa samstarf um veiðarnar og er áætlað að annað þeirra verði komið með afla til Neskaupstaðar á mánudagsmorgun að afloknu helgarfríi í fiskiðjuverinu.
Skrifað af Þorgeir 04.11.2021 22:05UM 65 MILLJÓNIR Í HAFNARGJÖLD
Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa greiddu samtals um 65 milljónir króna í hafnargjöld til Hafnasamlags Norðurlands á liðnu ári. Togarar félaganna landa að mestu á Akureyri og Dalvík þar sem fiskvinnsluhús þeirra eru. Pétur Ólafsson hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir á vefsíðu Samherja að bæði félögin séu mikilvægir viðskiptavinir samlagsins. „Sem betur fer erum við ekki með öll eggin í sömu körfunni. Skemmtiferðaskipin hafa skipt okkur miklu máli en tekjur vegna þeirra brustu algjörlega í fyrra vegna heimsfaraldursins. Góðu heilli tókst Samherja og ÚA að gera út flotann í faraldrinum og gátu séð fiskvinnsluhúsum fyrir hráefni. Ef það hefði ekki gengið upp, hefðu tekjur okkar dregist enn frekar saman með tilheyrandi afleiðingum.“ Heildartekjur samlagsins á liðnu ári námu 388 milljónum króna. Skrifað af Þorgeir 04.11.2021 11:43Fiskkaup endurnýja Kristrúnu REFiskkaup í Reykjavík hafa fest kaup á fiskiskipinu Argos Froyanes. Það er línuskip, sem stundað hefur veiðar á tannfiski, en verður gert út á grálúðunet hér heima. Skipið er smíðað 2001 og er 48,8 metrar á lengd og 11,03 á breidd. Í skipinu er búnaður til frystingar. Nýja skipið leysir Kristrúnu RE af hólmi. Hún var smíðuð 1988 og segir Ásbjörn að þrátt fyrir háan aldur sé Kristrún afbragsskip í góðu standi og verður hún nú sett á söluskrá. „Argos Froyanes er nokkru stærra skip og hentar vel til veiða á grálúðu langt norður í hafi, þar sem veður geta verið mjög vond,“ segir Ásbjörn. Frett á audlindin.is Skrifað af Þorgeir 04.11.2021 07:49Sólfaxi Sk 80
Skrifað af Þorgeir 03.11.2021 21:43Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í NamibíuÚtgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason og fyrrverandi bankamaðurinn, Elmar Svavarsson, keyptu togara og leigja hann til hestamakrílsveiða í Namibíu. Um er að ræða fyrsta skipið í eigu íslenskra fjárfesta sem fer til veiða í Namibíu eftir að Samherjamálið kom upp í lok árs í fyrra. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, og Elmar Svavarsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka, eru byrjaðir að leigja út togara sem gerir út í Namibíu. Togarinn heitir Ernir og er skráður með heimahöfn í smáríkinu Belís í Mið-Ameríku. Fyrirtækið sem leigir skipið heitir Tunacor Fisheries og er namibískt útgerðarfélag. Þetta er sama útgerðarfélag og hefur keypt togarann Heinaste af Samherja. Jakob Valgeir og Elmar hafa stofnað saman félagið NFS ehf. til að halda utan um eignarhald togarans sem veiðir hestamakríl í Namibíu. Eignarhald NFS ehf. á togaranum er í gegnum spænskt félag, North Fish Seafood á Las Palmas á Kanaríeyjum. Stjórnarmenn í því félagi eru áðurnefndur Elmar og Hlynur Þórisson, samkvæmt gögnum um félagið úr spænsku hlutafélagaskránni. „Þetta er rétt, já, en við erum ekki að gera út skipið heldur leigðum við það út,“ segir Jakob Valgeir í samtali við Stundina.
Skrifað af Þorgeir 03.11.2021 17:22Loðnan hífir upp útflutningsverðmætin
Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna.Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 213 milljarða króna. Það er rúmlega 8% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar hefur að jafnaði verið um 2% sterkara fyrstu 9 mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra og er aukningin þar með aðeins meiri í erlendri mynt, eða 10%. Þetta kemur fram í greiningu frá SFS. Aukningu í útflutningsverðmætum sjávarafurða má að langstærstum hluta rekja til loðnu. Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna. Á sama tímabili í fyrra var verðmæti þeirra rétt um 2 milljarðar króna, en þar var um birgðasölu að ræða enda hefur loðnubrestur verið undangengin tvö ár. Ef verðmæti loðnuafurða er undanskilið í tölum um útflutning, stendur útflutningsverðmæti sjávarafurða nánast í stað á milli ára. Þar innan eru þó talsverðar breytingar. Þannig er útflutningsverðmæti botnfiskafurða ríflega 6% meira í ár en á sama tímabili í fyrra. Aukninguna má rekja til helstu tegunda botnfiska, þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Á móti vegur verulegur samdráttur í útflutningsverðmæti annarra uppsjávarfiska en loðnu, það er síld, kolmunna og makríl, eða sem nemur rúmum 32%. Útflutningsverðmæti þessara þriggja tegunda nemur samanlagt tæpum 21 milljarði króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er á pari við útflutningsverðmæti loðnu. Skrifað af Þorgeir 31.10.2021 18:34Gullver Ns12
Skrifað af Þorgeir 28.10.2021 16:07Góður gangur í kolmunnaveiðum Hoffells SuÍ kvöld þegar Hoffellið fór út eftir löndun. Áhöfnin tók á móti köku í tilefni þess að skipið hefur komið með rúman 1,5 milljarð að landi á árinu samtals tæp 35.000 tonn. Þetta er mesta aflaverðmæti frá þvi að skipið kom til Fáskrúðsfjarðar 2014, en áður hafði verðmæti verið á einu ári rúmur 1,4 milljarður Tertan Góða sem að smakkaðist afar vel mynd Kjartan Reynisson
27.10.2021 22:55Bergey Ve dregur Vestmannaey til Neskaupstaðar
Skrifað af Þorgeir 26.10.2021 22:16Nýtanleg ígulkeramið í Norðfjarðarflóa
Skollakoppar eða ígulker fundust á 90% stöðva í leit að mögulegum miðum í Norðfjarðarflóa og Mjóafirði síðasta vor. „Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið eru á svæðinu, sérstaklega í Hellisfirði og Viðfirði,“ segir m.a. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um verkefnið. Aflinn var 15-200 kíló í togi, en togað var á tíu stöðvum. Meðalstærð var yfir löndunarstærð á öllum stöðvum þar sem skollakoppur veiddist. Yfirleitt var aflinn nokkuð hreinn og lítill meðafli. Útgerðarfélagið Emel ehf. í Neskaupstað stóð fyrir leiðangrinum og var bátur þeirra, Eyji NK-4, notaður við könnunina. Um borð var veiðieftirlitsmaður, sem sá um sýnatökur, myndatökur og skráningu. Ígulkerið skollakoppur eða grænígull mun vera eina ígulkerategundin við Ísland sem hefur verið nýtt. Tilraunaveiðar hófust, þá stundaðar af köfurum, árið 1984 á nokkrum stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hófust veiðar að nýju við landið, en þá voru notaðir plógar við veiðarnar. Hámark landaðs afla var 1.500 tonn árið 1994 og voru veiðarnar stundaðar fram til 1998 þegar markaðir hrundu. 2004 hófust plógveiðar að nýju í innanverðum Breiðafirði en litlu var landað þar til árið 2007 er aflinn var 134 tonn. Síðan þá hefur aflinn aukist og mest verið veitt í Breiðafirði en sl. ár hefur einnig verið veitt í Húnaflóa og Reyðarfirði, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Skrifað af Þorgeir 22.10.2021 18:53ILIVILIQ GR 2-201 á Eskifirði
Skrifað af Þorgeir 21.10.2021 06:09key Fighter að sækja Lýsi til Fáskrúðsfjarðar
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061976 Samtals gestir: 50970 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is